FASTEIGNARÁÐGJÖF

VIRÐISSKAPANDI RÁÐGJÖF

Logo_house

Ástandsskoðun

Að fá sérfræðing í ástandsskoðun gæti margborgað sig!

Fasteignakaup er ein stærsta fjárfesting sem fólk tekur ákvörðun um á lífsleiðinni og ætti því að vera skoðuð samkvæmt því. Fasteignum getur fylgt hulinn kostnaður sem er ekki á allra færi að sjá.

SEVO býður upp á ástandsskoðun á fasteignum sem framkvæmd er af fagmönnum. Annars vegar bjóðum við á hraðskoðun og hins vegar ítarlega ástandsskoðun. Þessi þjónusta hentar vegna kaupa, sölu, viðhalds og framkvæmda.

Nánari upplýsingar og verðskrá.
Logo_house

Leiguskoðun

Forðumst hagsmunaárekstra leigusala og leigutaka!

Að leigja íbúð getur valdið hagsmunaárekstrum milli leigusala og leigutaka þar sem fjármunir beggja aðila eru í húfi. SEVO býður upp á ástandskoðun fyrir leiguíbúðir þar sem fasteignin er gaumgæfilega yfirfarin af fagmönnum.

Til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra leigjanda og leigutaka þurfa báðir aðilar að skrifa undir og samþykja skoðunarmat eignarinnar. Að því loknu fá báðir aðilar rafræna skýrslu.

Nánari upplýsingar og verðskrá.
logo_house

Tryggingar húsfélaga

Er húsfélagið að njóta bestu kjara?

Vissir þú að hægt er að semja um tryggingarkjör húsfélagsins? Sérfræðingar SEVO gæta hagsmuna viðskiptavina og sjá til þess að húsfélög njóti bestu kjara miðað við viðskipta- og tjónasögu.

Kostnaðarmódel okkar er einfalt. Ef SEVO mistekst að lækka iðgjöld húsfélagsins, þá einfaldlega fellur þjónustukostnaðurinn niður. Þessa þjónustu er einnig hægt að fá í áskrift þar sem tryggingar eru yfirfarnar árlega.

Nánari upplýsingar og verðskrá.
logo_house

Tjónamat fasteigna

Óháð tjónamat fagaðila

Tjón á fasteignum eru algeng, hefur þú lent í fasteignatjóni?

Þar sem tryggingarfélögin hafa hagsmuni að verja þegar kemur að tjónum, þá getur áætlaður kostnaður verið vanmetinn.

SEVO býður upp á mat vegna fasteignatjóna sem hentar tjónþolum sem ósáttir eru við mat tryggingarfélaga. Jafnframt hentar það þeim aðilum sem vilja fullvissu um að tjónamat tryggingafélags sé rétt áætlað

Nánari upplýsingar og verðskrá.
Logo_house

Arðsemismat

Ráðgjöf fyrir stærri framkvæmdaverkefni!

Þegar kemur að stærri framkvæmdaverkefnum mælir SEVO sterklega með því að gera ítarlega greiningu á því hvort fjárfestingin sé arðbær.

SEVO býr yfir mikilli þekkingu og reynslu af framkvæmdarverkefnum og býður því upp á ítarlegt arðsemismat sem byggir á líkani af ársuppgjöri, þar sem gerð er grein fyrir afkomu og efnahag viðkomandi félags með tilliti til greiðslugetu, arðsemi og skuldsetningu framkvæmdaraðila.

Nánari upplýsingar og verðskrá.
Logo_house

Kostnaðaráætlanir

Aðstoð við að meta kostnað vegna framkvæmda

SEVO sérhæfir sig í kostnaðaráætlunum og kostnaðarmati vegna húsnæðisbreytinga, framkvæmda og annarra úrbóta.

Við hjá SEVO erum þrautreyndir í gerð kostnaðaráætlana. Til þess að geta gert raunhæfa kostnaðarætlun þá mætum við á staðinn og skoðum aðstæður. Áætlaður kostnaður af fyrirhuguðum framkvæmdum er metinn og viðskiptavinur fær senda sundurliðaða kostnaðaráætlun á rafrænu formi.

Nánari upplýsingar og verðskrá.

STARFSMENN SEVO

Birgir Hrafn Birgisson

Sveinn Þór Hallgrímsson

Sæmundur Ingi Johnsen

ERTU MEÐ VERKEFNI Í HUGA?

EÐA EINFALDLEGA HRINGDU

Við erum hér fyrir þig

777-1401